Annar flottur íslenskur sigur

Haukur Þrastarson skoraði átta mörk.
Haukur Þrastarson skoraði átta mörk. Ljósmynd/m18euro2018.com

Íslenska landsliðið í handbolta skipað leikmönnum 18 ára og yngri vann flottan 29:24-sigur á Svíþjóð í öðrum leik sínum á EM í Króatíu í dag. Ísland er þar með með fullt hús stiga eftir tvo leiki. 

Staðan í hálfleik var 14:12, Íslandi í vil. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en íslenska liðið skoraði fjögur af síðustu fimm mörkum fyrri hálfleiks. Svíþjóð náði tvívegis að jafna í seinni hálfleik og var staðan 19:19 þegar seinni hálfleikur var um hálfnaður. Íslenska liðið var hins vegar sterkara á lokakaflanum og tryggði sér sigurinn. 

Haukur Þrastarson skoraði átta mörk fyrir Ísland, Arnór Snær Óskarsson sex og Tumi Steinn Rúnarsson gerði fimm. Í leikslok var Tumi Steinn valinn besti maður Íslands í leiknum. 

U-18 landslið karla Ísland - Svíþjóð 29-24 Þvílíkur leikur hjá strákunum. Meira á Hsi.is síðar í dag. #handbolti #strakarnirokkar #u18karla

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on Aug 10, 2018 at 9:08am PDT

mbl.is