Teitur skoraði fimm í fjórða sigrinum í röð

Teitur Örn Einarsson gekk til liðs við Kristianstard frá Selfossi …
Teitur Örn Einarsson gekk til liðs við Kristianstard frá Selfossi í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleikskappinn Teitur Örn Einarsson skoraði fimm mörk fyrir Kristianstad þegar liðið vann sinn fjórða leik í röð í sænsku úrvalsdeildinni í dag gegn Karlskrona, 27:23. Þá skoraði Arnar Freyr Arnarsson eitt mark fyrir Kristianstad.

Ólafur Andrés Guðmundsson var ekki með Kristianstad í leiknum en hann hefur verið að glíma við meiðsli. Liðið er á toppi sænsku úrvalsdeildarinnar með átta stig eða fullt hús stiga og hefur fjögurra stiga forskot á Skövde sem er í öðru sæti deildarinnar en Skövde á leik til góða á Kristianstad.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert