Arnar Birkir var öflugur

Arnar Birkir Hálfdánsson í leik með Fram á síðustu leiktíð.
Arnar Birkir Hálfdánsson í leik með Fram á síðustu leiktíð. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Birkir Hálfdánsson lét mikið að sér kveða í liði SønderjyskE þegar liðið vann Skandeborg á útivelli, 31:25, í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik í kvöld.

Arnar Birkir, sem gekk í raðir SønderjyskE frá Fram í sumar, skoraði 7 mörk úr níu skottilraunum. SønderjyskE er í 6. sæti af 14 liðum með 8 stig eftir sex leiki.

Ólafur Gústafsson og félagar hans í KIF Kolding voru teknir í bakaríið en liðið steinlá fyrir Nordsjælland 36:24 eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik, 16:11. Ólafur skoraði 3 mörk úr sjö skotum fyrir KIF Kolding, sem hefur verið í fréttum að undanförnu vegna fjárhagserfiðleika. Liðið er í 10. sæti með 4 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert