Íslendingarnir leiddu ljónin til sigurs

Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru á meðal markahæstu …
Guðjón Valur Sigurðsson og Alexander Petersson voru á meðal markahæstu manna í sigri liðsins í dag.

Handknattleikskapparnir Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fóru mikinn fyrir lið sitt Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann 28:25-heimasigur gegn Bjarka Má Elíssyni og liðsfélögum hans í Füchse Berlín í þýsku 1. deildinni í dag. Alexander var markahæstur í liði Löwen, ásamt Jannik Kohlbacher, með 6 mörk og Guðjón Valur skoraði 5 mörk, þar af eitt af vítalínunni.

Bjarki Már Elísson skoraði 3 mörk í liði Füchse Berlín en staðan í hálfleik var 15:11, Löwen í vil. Sigur Löwen var aldrei í hættu en þeir náðu mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik var munurinn mest sjö mörk en sigur Löwen var þægilegur og aldrei í hættu.

Rhein-Necker Löwen er í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar með 15 stig, þremur stigum minna en topplið Flensburg en Füchse Berlín er í sjötta sæti deildarinnar með 14 stig eftir fyrstu tíu leiki sína.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert