Grótta sterkari í úrvalsdeildarslag

Sveinn Jose Rivera skoraði níu mörk í kvöld.
Sveinn Jose Rivera skoraði níu mörk í kvöld. Haraldur Jónasson/Hari

Grótta vann sterkan 28:22-sigur á Stjörnunni í úrvalsdeildarslag í 1. umferð Coca Cola-bikars karla í handbolta í kvöld. Staðan í hálfleik var 13:11, Stjörnunni í vil. 

Magnús Öder Einarsson og Sveinn José Rivera léku gríðarlega vel fyrir Gróttu og skoruðu níu mörk hvor. Leonharð Þorgeir Harðarson skoraði fjögur. Aron Dagur Pálsson var sterkur hjá Stjörnunni og skoraði níu mörk. 

Í Mosfellsbæ hafði Víkingur betur á móti Hvíta riddaranum, 27:19. Staðan í leikhléi var 16:11, Víkingi í vil. Arnar Gauti Grettisson skoraði átta mörk fyrir Víking og þeir Bjartur Heiðarsson, Svanur Páll Vilhjálmsson og Trausti Elvar Magnússon skoruðu fjögur mörk. Elvar Magnússon skoraði mest fyrir Hvíta riddarann, eða fjögur mörk. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert