Rangar ákvarðanir undir lokin

Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með leik …
Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, var nokkuð sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Ég er nokkuð sáttur með leik minna manna. Sóknarleikurinn var góður og varnarleikurinn líka en það kom ákveðið frost í þetta hjá okkur þegar fimmtán mínútur voru eftir af leiknum og það fór með þennan leik,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson, þjálfari ÍBV, í samtali við mbl.is eftir 28:27-tap liðsins gegn FH í 8. umferð Olísdeildar karla í handknattleik í Kaplakrika í kvöld.

„Markvarslan datt inn hjá þeim á síðustu fimmtán mínútunum á meðan við klikkum á hverju dauðafærinu á fætur öðru. Heilt yfir þá er ég nokkuð sáttur með leikinn í heild sinni þótt sigurinn hafi ekki dottið með okkur í kvöld. Þetta hefur aðeins verið okkar saga í vetur. Við erum að skapa okkur helling af færum en okkur tekst ekki að klára þau. Það er eitthvað sem er að stoppa okkur undir lok leikja og það virðist vera komið inn í hausinn á mönnum. Við erum að taka rangar ákvarðanir undir lok leikja en erum að sama skapi að spila mjög vel í kannski fjörutíu til fimmtíu mínútur,"sagði Erlingur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert