Íslendingarnir komnir á toppinn

Ómar Ingi Magnússon.
Ómar Ingi Magnússon. mbl.is/Eggert

Íslendingalið Aalborg komst í kvöld á toppinn í dönsku úrvalsdeildinni í handknattleik eftir sigur á Århus, 27:23.

Aalborg var fimm mörkum yfir í hálfleik 16:11 og hélt forskoti sínu til enda. Janus Daði Smárason skoraði tvö mörk fyrir Aalborg og Ómar Ingi Magnússon gerði gott betur með fjögur, en hann var að mæta sínu gamla liði eftir að hafa skipt yfir til Álaborgar í sumar. Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari liðsins.

Aalborg er nú á toppnum með 20 stig, tveimur meira en Bjerringbro-Silkeborg sem á þó leik til góða. Århus er með 12 stig og jafnmörg stig og meistarar Skjern um miðja deild.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert