Fimm Haukasigrar í röð

Sólveig Lára Kristjánsdóttir sækir að marki Hauka á Akureyri í …
Sólveig Lára Kristjánsdóttir sækir að marki Hauka á Akureyri í kvöld. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

KA/Þór varð nýjasta fórnarlamb sjóðheitra Haukakvenna í Olísdeild kvenna í handknattleik þegar liðin mættust í KA-heimilinu í kvöld og unnu Haukar eftir spennuþrunginn lokakafla, 29:27.

Leikurinn var jafn allan fyrri hálfleik og staðan var 15:13 fyrir Hauka í hálfleik. Í seinni hálfleik virtust Haukarnir ætla að stinga af en með seiglu komu heimakonur sér aftur inn í leikinn. Á lokakaflanum náði KA/Þór að minnka muninn í eitt mark en Haukar héldu haus og skoruðu í lokasókn sinni.

Lokatölur urðu 29:27 og Haukar að vinna fimmta leik sinn í röð. Mikið var um mistök í leiknum og tapaðir boltar fjölmargir. Markaskor dreifðist ágætlega en bestu menn voru klárlega Maria Ines Da Silva Pereira í Haukum og Anna Þyrí Halldórsdóttir á línunni hjá Þór/KA. Haukar eru nú í þriðja sætinu með tólf stig en KA/Þór er með sín átta stig í fimmta sæti.

KA/Þór 27:29 Haukar opna loka
60. mín. Haukar tekur leikhlé Nú er 21 sekúnda eftir og Haukar í sókn. Þetta er mjög spennandi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert