Slagurinn um Hafnarfjörð

Vel verður tekið á því í Krikanum í kvöld.
Vel verður tekið á því í Krikanum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Í kvöld fer fram Hafnarfjarðarslagur á milli FH og Hauka í næstsíðustu umferð Olís-deildar karla í handbolta fyrir jóla- og HM-frí.

Staða liðanna í deildinni skiptir ekki öllu máli þegar montrétturinn er í húfi, en nú er jafnvel enn meira undir en vanalega þar sem eitt stig skilur liðin að og bæði eru þau í toppbaráttunni.

Vel gæti farið svo að annað liðanna haldi jólin í toppsæti deildarinnar en Selfoss á einnig möguleika á því. Liðið tekur í kvöld á móti ÍR í sínum næstsíðasta leik fyrir fríið.

Síðasta umferð fyrir jól er svo næsta sunnudag og mánudag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert