Norðmenn unnu með fullu húsi

Bjarte Myrhol skoraði 7 mörk fyrir Norðmenn í dag.
Bjarte Myrhol skoraði 7 mörk fyrir Norðmenn í dag. Ljósmynd/handball.no

Norðmenn hrósuðu sigri á fjögurra þjóða mótinu Gjensidige cup sem lauk í Ósló í kvöld.

Norðmenn höfðu betur gegn Brasilíumönnum, 30:26, í lokaleik mótsins og þeir unnu þar með alla þrjá leiki sína á mótinu. Íslendingar höfnuðu í öðru sæti með 4 stig en þeir unnu Brasilíu og Holland en töpuðu fyrir Noregi.

Línumaðurinn Bjarte Myrhol var markahæstur í liði Norðmanna með 7 mörk og stórskyttan Sander Sagosen kom næstur með 6.

Danir hituðu upp fyrir HM með tapi gegn Ungverjum á heimavelli í dag, 28:25, eftir að hafa verið átta mörkum undir eftir fyrri hálfleikinn, 16:8.

Þá gerðu lærisveinar Kristjáns Andréssonar í sænska landsliðinu jafntefli við Rússa, 29:29.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert