Mariam semur við Toulon til tveggja ára

Mariam Eradze, til hægri, ásamt Lovísa Thompson.
Mariam Eradze, til hægri, ásamt Lovísa Thompson. Ljósmynd/HSÍ

Handknattleikskonan Mariam Eradze skrifaði í gær undir tveggja ára samning við franska efstudeildarliðið Toulon.

Mariam hefur um þriggja ára skeið stundað nám í Frakklandi og lengst af leikið með ungmennaliði Toulon. Hún hefur fengið einstaka tækifæri með aðalliðinu, ekki síst á þessari leiktíð og staðið sig vel. M.a. hefur Mariam skorað 39 mörk í frönsku deildinni og er með 64% skotnýtingu. Mariam var í fyrradag valinn í A-landslið Íslands sem tekur þátt í Baltic-mótinu í lok mánaðarins.

Mariam er dóttir Rolands Eradze, fyrrverandi landsliðsmarkvarðar Íslands og Georgíu í handknattleik, og Natalia Ravva sem á árum áður var landsliðskona Georgíu í blaki.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert