Valur mætir Fram í úrslitum

Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hjá Val sækir að marki Hauka í …
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir hjá Val sækir að marki Hauka í kvöld. mbl.is/Eggert

Valur mætir Fram í úrslitum Íslandsmóts kvenna í handknattleik eftir öruggan 25:22-sigur liðsins gegn Haukum í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins á Hlíðarenda í kvöld en Valur vann einvígið samanlegt 3:0.

Mikið jafnræði var með liðunum til að byrja með. Valskonur skoruðu fyrsta mark leiksins en Haukar voru fljótir að jafna metin og var staðan 3:3-eftir tíu mínútna leik. Valskonur komust í 8:6-þegar tíu mínútur voru eftir af fyrri hálfleik en Hafnfirðingar neituðu að gefast upp og tókst að jafna metin í 10:10-þegar tvær mínútur voru til hálfleiks. Valskonur voru hins vegar sterkari á lokasprettinum og skoruðu tvö síðustu mörk fyrri hálfleiks og staðan því 12:10 í hálfleik, Val í vil.

Hafnfirðingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og tókst að minnka forystu Vals niður í eitt mark. Valskonum tókst að hrista Haukana af sér og leiddu með þremur mörkum, 15:12, eftir 35 mínútna leik. Þá áttu Haukar frábæran leikkafla og Hafnfirðingar náðu tveggja marka forskoti eftir 45 mínútna leik, 18:16. Ágúst Þór, þjálfari Vals, tók þá leikhlé og það bar árangur. Valskonur leiddu með fjórum mörkum þegar fimm mínútur voru til leiksloka og þann mun tókst Hafnfirðingum ekki að brúa og Valur fagnaði sigri.

Lovísa Thompson var markahæst í liði Vals með sex mörk og þá varði Íris Björk Símonardóttir 13 skot í marki Vals. Hjá Haukum var Berta Rut Harðardóttir atkvæðamest með sex mörk. Valur mætir Fram í úrslitum Íslandsmótsins en fyrsti leikur liðanna fer fram þriðjudaginn 23. apríl næstkomandi en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn.

Valur 25:22 Haukar opna loka
60. mín. Vilborg Pétursdóttir (Haukar) skorar úr víti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert