Jakob orðinn þjálfari FH

Jakob Lárusson er nýr þjálfari FH.
Jakob Lárusson er nýr þjálfari FH. Ljósmyn/FH

Jakob Lárusson hefur skrifað undir þriggja ára samning við FH og mun hann þjálfa meistaraflokk kvenna hjá liðinu, ásamt þriðja flokki kvenna. 

„Það er ánægjulegt fyrir FH að fá Jakob til starfa. Hann er gríðarlega metnaðarfullur þjálfari með mikla reynslu. Við fengum mjög góð meðmæli með Jakobi og hans viðhorf og sýn heillaði okkur mikið,“ sagði Ásgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH. 

Jakob kemur til FH frá Val, þar sem hann hefur þjálfað þriðja flokk kvenna, sem og U-lið kvenna í 1. deildinni. FH tapaði í umspili fyrir HK um sæti í efstu deild á næstu leiktíð og leikur því í 1. deild næsta vetur. 

mbl.is