Sigvaldi öflugur í öðrum úrslitaleik

Sigvaldi Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld.
Sigvaldi Guðjónsson skoraði sjö mörk í kvöld. Ljósmynd/ehh.no

Sigvaldi Guðjónsson fór mikinn með liði Elverum þegar liðið vann sigur gegn Noregsmeisturum Arendal 30:22 í öðrum úrslitaleik liðanna um sigur í úrslitakeppninni í norska handboltanum. Sigurliðið í úrslitakeppninni öðlast sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð. 

Sigvaldi var markahæstur í liði Elverum með 7 mörk sem hann skoraði úr níu skotum. Þráinn Orri Jónsson var ekki á meðal markaskorara hjá Elverum sem er komið í 2:0 í einvíginu og vantar einn sigur til viðbótar til að tryggja sér titilinn.

mbl.is