100. landsleikur Þóreyjar Rósu

Þórey Rósa Stefánsdóttir.
Þórey Rósa Stefánsdóttir. Ljósmynd/HSÍ

Hægri hornamaðurinn Þórey Rósa Stefánsdóttir lék tímamótaleik í dag þegar íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir B-landsliði Noregs í vináttuleik eins og áður hefur komið fram hér á mbl.is.

Þórey Rósa lék sinn 100. landsleik og færði norska handknattleikssambandið íslenska fyrirliðanum blómvönd fyrir leik af þessu tilefni.

Þórey Rósa er áttunda konan til að leika 100 landsleiki fyrir Íslands hönd. Hinar eru: Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, Arna Sif Pálsdóttir, Berglind Íris Hansdóttir, Dagný Skúladóttir, Hanna Guðrún Stefánsdóttir, Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Rakel Dögg Bragadóttir.  Hrafnhildur Ósk á flesta landsleiki, 170. Arna Sif er önnur með 148 leiki. Hún og Þórey Rósa eru þær einu í 100 leikja klúbbnum sem leika með landsliðinu um þessar mundir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert