Guðjón maður leiksins í París

Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt sex marka sinna úr hraðaupphlaupi …
Guðjón Valur Sigurðsson skorar eitt sex marka sinna úr hraðaupphlaupi í París í kvöld. Ljósmynd/PSG

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsfyrirliði í handknattleik, heillaði stuðningsmenn franska stórliðsins PSG í kvöld þegar liðið lagði Nantes að velli 32:29 í 2. umferð frönsku deildarinnar. 

Guðjón Valur skoraði sex mörk í leiknum fyrir PSG og á heimasíðu félagsins var hann valinn maður leiksins.

Guðjón er sem kunnugt er nýbyrjaður að leika fyrir frönsku meistarana en hann hafði félagaskipti í sumar frá Rhein Neckar Löwen í Þýskalandi. 

Hann á nú að baki deildaleiki í Frakklandi, Þýskalandi, Spáni, Danmörku og Íslandi.  

mbl.is