Setja stefnuna hátt í Kaplakrika

Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður FH.
Bjarni Ófeigur Valdimarsson, leikmaður FH. mbl.is/Árni Sæberg

Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH í handknattleik og aðstoðarþjálfari liðsins, er spenntur fyrir komandi keppnistímabili í úrvalsdeilld karla en Ásbjörn reiknar með því að deildin í ár verði jafnari en hún hefur oft verið áður. FH-ingar urðu bikarmeistarar á síðustu leiktíð en féllu úr leik í átta liða úrslitum Íslandsmótsins eftir tap gegn ÍBV. FH er spáð efsta sætinu í ár af fyrirliðum og þjálfurum deildarinnar.

„Við erum búnir að æfa mjög vel í sumar og tímabilið leggst vel í okkur. Það er góð stemning í hópnum og við erum allir mjög jákvæðir fyrir komandi tímabili. Allar spár eru auðvitað til gamans gerðar en það er alveg raunhæft að setja okkur í og við toppinn myndi ég segja.

Við gerum okkur fulla grein fyrir því að við erum með gott lið en að sama skapi eru önnur mjög góð lið í þessari deild í ár eins og ÍBV, Valur, Selfoss og Haukar sem dæmi. Afturelding, Stjarnan og ÍR eru líka öll með hörkulið og við eigum von á því að deildin verði mjög jöfn. Deildin er alltaf að verða sterkari og sterkari og það er komin meiri breidd í þau lið sem hafa kannski verið í ákveðnu miðjumoði undanfarin ár. Það verður þess vegna enginn leikur gefins í vetur og mikilvægt fyrir okkur að ná upp ákveðnum stöðugleika snemma í okkar leik ef við ætlum okkur að vera við toppinn.“

Sjáðu greinina í heild sinni í Morgunblaðinu sem kom út í morgun en þar er lið FH kynnt.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert