Í bann vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar

Elías Már Halldórsson, þjálfari HK.
Elías Már Halldórsson, þjálfari HK. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elías Már Halldórsson, þjálfari nýliða HK í Olís-deild karla í handknattleik, var í dag úrskurðaður í leikbann.

Aganefnd HSÍ úrskurðaði Elías Má í eins leiks bann en hann hlaut útilokun með skýrslu vegna grófrar óíþróttamannslegrar hegðunar í leik HK og KA í Kórnum á sunnudaginn.

Elías Már getur því ekki stýrt HK-liðinu á laugardaginn þegar það sækir Stjörnuna í sannkölluðum botnslag. Stjarnan er með eitt stig eftir fimm leiki en HK er án stiga eftir fimm leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert