Ólafur dró vagninn fyrir Kristianstad í Meistaradeildinni

Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 9 mörk í kvöld.
Ólafur Andrés Guðmundsson skoraði 9 mörk í kvöld. Ljósmynd/Kristianstad

Ólafur Andrés Guðmundsson fyrirliði sænska liðsins Kristianstad fór mikinn með liði sínu í Meistaradeild Evrópu í handknattleik í kvöld.

Kristianstad tók á móti austurríska liðinu Kadetten Schaffhausen og skildu liðin jöfn 24:24 eftir að Schaffhausen var fjórum mörkum yfir í hálfleik 15:11.

Ólafur var markahæstur í liði Kristianstad með 9 mörk og hann jafnaði metin fyrir sína menn undir lok leiksins. Teitur Örn Einarsson komst ekki á blað hjá sænska liðinu.

Þetta var fyrsta stig Kristianstad í Meistaradeildinni en liðið er með eitt stig eftir fjóra leiki í D-riðlinum. Kadetten Schaffhausen er með 4 stig.

mbl.is