Arnór Þór glímir við meiðsli

Arnór Þór Gunnarsson er einn besti leikmaður Bergischer.
Arnór Þór Gunnarsson er einn besti leikmaður Bergischer. AFP

Handboltamaðurinn Arnór Þór Gunnarsson er að glíma við meiðsli og verður ekki með Bergischer er liðið mætir Aðalsteini Eyjólfssyni og lærisveinum hans í Erlangen í þýsku 1. deildinni í handbolta á fimmtudaginn kemur. 

Um mikið áfall er fyrir Bergischer að ræða enda Arnór einn allra besti leikmaður liðsins og einn besti hægri hornamaður deildarinnar. Arnór þurfti að fara af velli í 25:25-jafntefli við Ludwigshafen síðasta fimmtudag. 

Að sögn Handball-World er Arnór að glíma við meiðsli í læri og er líklega með rifinn vöðva. Ekki er þó búist við að hann verði lengi frá. 

mbl.is