Arnór Þór verður frá keppni næstu vikurnar

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer eru í tíunda …
Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer eru í tíunda sæti af átján liðum í deildinni mbl.is/Eggert Jóhannesson

Arnór Þór Gunnarsson, landsliðsmaður í handknattleik, hefur farið í tvær myndatökur að undanförnu vegna meiðsla. Hann leikur ekki á næstunni með liði sínu Bergischer í Þýskalandi en á von á því að verða leikfær eftir þrjár vikur eða svo.

Arnór var ekki með landsliðinu í vináttuleikjunum gegn Svíum í Svíþjóð á dögunum. Hann var þá orðinn slæmur í baki og vildi skiljanlega láta athuga málið.

„Ég hafði verið slæmur í baki og var með verki eftir hverja einustu æfingu. Var þetta orðið virkilega slæmt og var verst eftir leiki. Ég hafði farið þetta á hörkunni en gafst upp á því og sagði við sjúkraþjálfarann að ég þyrfti meðhöndlun. Ég fór í myndatöku og ræddi við lækni í framhaldinu. Hann sá bara bólgur í bakinu og ég fór í sjúkraþjálfun vegna þeirra. Það virkaði ágætlega og síðustu eina og hálfa vikuna hef ég verið nokkuð ferskur í bakinu. Sjúkraþjálfunin og styrktaræfingarnar hafa gert mér gott og ég finn mikinn mun á mér,“ sagði Arnór en þá tók ekki betra við.

Sjá viðtal við Arnór Þór í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert