Norðmenn fóru létt með Ungverja

Sander Sagosen sækir að marki Ungverja í Malmö í dag …
Sander Sagosen sækir að marki Ungverja í Malmö í dag en hann skoraði sjö mörk í leiknum. AFP

Norðmenn eru með fullt hús stiga í milliriðli 2 eftir öruggan sjö marka sigur gegn Ungverjum á EM í handknattleik í Malmö í dag. Leiknum lauk með 36:29-sigri norska liðsins en Norðmenn leiddu með átta mörkum í hálfleik, 36:29.

Norðmenn byrjuðu leikinn af miklum krafti og náðu tíu marka forskoti eftir fimmtán mínútna leik, 15:5. Ungverjar náðu aldrei að koma  til baka eftir það en þeim tókst að minnka forskot Norðmanna í fjögur mörk í seinni hálfleik.

Sander Sagosen var að vanda atkvæðamikill í liði Noregs en hann skoraði sjö mörk úr tíu skotum í leiknum. Þá skoraði Göran Johannessen sex mörk fyrir Norðmenn. Patrik Ligetvari og Bence Nagy skoruðu fimm mörk hvor fyrir Ungverjaland.

Norðmenn eru með fjögur stig í efsta sæti milliriðils 1, líkt og Slóvenía sem vann þriggja marka sigur gegn Íslandi fyrr í dag. Ungverjaland er hins vegar í þriðja sæti milliriðils 1 með 2 stig eftir tvo leiki.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert