Markahæst í öðrum sigrinum í röð

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir heldur áfram að gera það gott í …
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir heldur áfram að gera það gott í Frakklandi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleikskonan Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir átti mjög góðan leik fyrir Bourg-De-Péage sem vann eins marks heimasigur gegn Besancon í frönsku 1. deildinni í gær. Leiknum lauk með 25:24-sigri Bourg-De-Péage en Hrafnhildur Hanna var markahæst í liði Bourg-De-Péage með fimm mörk.

Besancon leiddi með einu marki í hálfleik, 15:14, en Bourg-De-Péage tókst að snúa leiknum sér í vil í seinni hálfleik. Þetta var annar sigurleikur Bourg-De-Péage í röð en Hrafnhildur Hanna var einnig markahæst í síðasta sigurleik liðsins gegn Mérignac þar sem hún skoraði sex mörk. Bourg-De-Péage fer með sigrinum upp í sjöunda sæti deildarinnar í 27 stig.

mbl.is