Íslendingar á heimavelli í Þýskalandi

Guðmundur Þórður Guðmundsson er nýr þjálfari Melsungen í Þýskalandi.
Guðmundur Þórður Guðmundsson er nýr þjálfari Melsungen í Þýskalandi. mbl.is/RAX

Sú virðing sem íslenskur handbolti nýtur í Þýskalandi endurspeglast vel í tíðindum gærdagsins.

Forráðamenn eins af bestu liðum landsins, Melsungen, sem gæti orðið bæði bikarmeistari og EHF-Evrópumeistari í vor, leituðu strax til Guðmundar Þ. Guðmundssonar þegar þá vantaði nýjan þjálfara.

Hann hefur áður starfað í sex ár sem þjálfari félagsliða í þýsku deildinni.

Um daginn var Alfreð Gíslason ráðinn þjálfari þýska karlalandsliðsins – sem varð Evrópumeistari undir stjórn Dags Sigurðssonar fyrir fjórum árum.

Sigurganga Kiel í tólf ár undir stjórn Alfreðs er nánast einsdæmi í þýskum handknattleik og sú virðing sem hann nýtur þar í landi er nánast takmarkalaus.

Bakvörðinn má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert