Vill fresta Ólympíuleikunum um tvö ár

Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana.
Nikolaj Jacobsen landsliðsþjálfari Dana. AFP

Nikolaj Jacobsen, landsliðþjálfari danska karlalandsliðsins í handbolta, vill fresta Ólympíuleikunum í Tókýó til ársins 2022. Eiga þeir að fara fram í sumar. 

Forráðamenn leikanna í Japan hafa verið harðir á því að þeir skuli fara fram á þessu ári, þrátt fyrir óvissuástand í heiminum í dag. Jacobsen er hins vegar minna spenntur fyrir því.

„Það er lítill tími til stefnu og fullt af íþróttamönnum sem ekki hafa tryggt sér sæti á leikunum. Það á enn eftir að spila í umspili handboltans og tíminn er naumur. Það væri mun betra fyrir alla ef Ólympíuleikarnir færu fram árið 2022,“ sagði Jacobsen við Viaplay Sport

Danska liðið hefur þegar tryggt sér sæti á leikunum og mun Jacobsen vera klár í slaginn, fari svo að leikarnir fari fram á áætluðum tíma. „Ég verð klár ef það kemur grænt ljós, en ég vona að ég fái nægan tíma til að undirbúa liðið,“ sagði hann. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert