Þórsarar stórhuga og semja við átta leikmenn

Heimir Pálsson, Arnar Þór Fylkisson, Jovan Kukobat, Þórður Tandri Ágústsson, …
Heimir Pálsson, Arnar Þór Fylkisson, Jovan Kukobat, Þórður Tandri Ágústsson, Ihor Kopyshynskyi og Garðar Már Jónsson. Ljósmynd/Palli Jóh

Handknattleiksdeild Þórs Akureyri hefur haft nóg að gera síðustu daga því átta leikmenn skrifuðu undir samning við félagið í dag og í gær.

Á dögunum voru sögusagnir um að KA vildi ná samningum við Þór og sjá um allan rekstur handbolta á Akureyri, en Þórsarar virðast með þessu senda yfirlýsingu um að svo verði ekki. 

Á meðal leikmannanna eru tveir nýir leikmenn; markvörðurinn Jovan Kukobat kemur frá grönnunum í KA og Karolis Stropus kemur frá Aftureldingu.

Þá hafa þeir Arnar Þór Fylkisson, Garðar Már Jónsson, Heimir Pálsson, Ihor Kopyshynskyi, Valþór Atli Guðrúnarson og Þórður Tandri Ágústsson framlengt samninga sína við Þór. 

Þór hafði þegar tryggt sér sæti í efstu deild þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirunnar en liðið var þá með níu stiga forskot á Gróttu þegar þremur umferðum var ólokið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert