Fimm íslensk lið í Evrópukeppni - Akureyringar í fyrsta sinn

Lið KA/Þórs komst í bikarúrslitin síðasta vetur og nú er …
Lið KA/Þórs komst í bikarúrslitin síðasta vetur og nú er Evrópukeppni næst á dagskrá. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fimm íslensk lið hafa skráð sig til leika á Evrópumótum félagsliða í handknattleik á komandi keppnistímabili, þrjú karlalið og tvö kvennalið en þetta kemur fram á  vef HSÍ.

Kvennalið KA/Þórs mun taka þátt í Evrópukeppni í fyrsta skipti en það er skráð í EHF-bikar kvenna, ásamt liði Vals.

Valur hefur skráð sig í hina nýju Evrópudeild karla og Afturelding og FH tilkynntu þátttöku í EHF-bikar karla.

Valsmenn eiga að hefja keppni í lok ágúst en önnur mót fara af stað í september og október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert