Kría fagnaði sigri í fyrsta leik

Kristján Orri Jóhannsson skoraði ellefu mörk.
Kristján Orri Jóhannsson skoraði ellefu mörk. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Kría fagnaði sigri í sínum fyrsta deildarleik í handknattleik hér á landi í gær er liðið fékk Fram U í heimsókn á Seltjarnarnesið, 30:27, í Grill 66 deild karla, 1. deild. 

Kría fékk marga leikmenn með reynslu úr efstu deild til liðs við sig fyrir tímabilið og einn þeirra, Kristján Orri Jóhannsson, var í miklu stuði og skoraði ellefu mörk. Sigþór Gellir Michaelsson og Daði Gautason gerðu sex mörk hvor. Marteinn Sverrir Bjarnason og Róbert Árni Guðmundsson skoruðu sjö fyrir Fram. 

Víkingur hafði betur gegn Val U í dag á útivelli, 32:30. Jóhannes Berg Andrason skoraði átta mörk fyrir Víking og Ólafur Guðni Eiríksson fimm mörk. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði sjö fyrir Valsliðið. 

HK, sem féll úr efstu deild á síðustu leiktíð, hafði betur gegn Selfossi U, 27:25. Jóhann Birgir Ingvarsson skoraði sjö mörk fyrir HK, eins og Kristján Ottó Hjálmsson. Hannes Höskuldsson skoraði fimm fyrir Selfoss. 

Þá höfðu Vængir Júpíters betur gegn Herði á Ísafirði, 27:23. 

mbl.is