Sterkur í markinu í Frakklandi

Grétar Ari Guðjónsson átti góðan leik þrátt fyrir tap.
Grétar Ari Guðjónsson átti góðan leik þrátt fyrir tap. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Nice fer illa af stað í frönsku B-deildinni í handbolta en liðið mátti þola 25:28-tap fyrir Combault á útivelli í dag. 

Grétar Ari Guðjónsson komst þrátt fyrir það mjög vel frá sínu í marki Nice og varði 14 skot, þar af tvö víti. Grétar fór til Nice frá Haukum fyrir leiktíðina. 

Nice er í neðsta sæti deildarinnar með aðeins eitt stig eftir fimm umferðir. Grétar hefur leikið með ÍR og Selfossi hér á landi ásamt Haukum. 

mbl.is