Leikmenn Skjern réðu ekkert við Rúnar

Rúnar Kárason og Daníel Þór Ingason í landsleik.
Rúnar Kárason og Daníel Þór Ingason í landsleik. mbl.is/Hari

Óvænt úrslit urðu í danska handboltanum í kvöld þegar Ribe-Esbjerg burstaði Skjern 36:23 á heimavelli en fjórir Íslendingar tóku þátt í leiknum. 

Lögðu þeir allir nokkuð af mörkum en Rúnar Kárason þó langmest. Rúnar var illviðráðanlegur og skoraði 11 mörk fyrir Ribe-Esbjerg úr 14 skottilraunum. Gunnar Steinn Jónsson skoraði 4 mörk í 5 tilraunum og Daníel Þór Ingason skoraði 2 mörk í tveimur tilraunum. Rúnar gaf auk þess 6 stoðsendingar á samherja sína. 

Elvar Örn Jónsson skoraði 2 mörk fyrir Skjern sem er í 4. - 7.  sæti deildarinnar með 13 stig. Ribe-Esbjerg er með 7 stig í 12. sæti og var þetta þriðji sigur liðsins í fyrstu tólf leikjunum í deildinni.  

mbl.is