Sigurmarkið kom í blálokin

Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark HK.
Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmark HK. mbl.is/Kristinn Magnússon

HK vann í dag dramatískan 24:23-sigur á FH á útivelli í Olísdeild kvenna í handbolta. Kristín Guðmundsdóttir skoraði sigurmarkið í blálokin eftir æsispennu.

FH, sem er enn stigalaust, var betra liðið framan af og var staðan 12:8 þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik. Í hálfleik var munurinn þrjú mörk, 15:12.

FH var áfram yfir stærstan hluta seinni hálfleiks en HK tókst að jafna í 20:20 þegar fimm mínútur voru til leiksloka. Eftir æsispennandi lokamínútur var það HK sem fagnaði sigri.

Sigríður Hauksdóttir skoraði sjö mörk fyrir HK og hetjan Kristín Guðmundsdóttir skoraði sex. Emilía Ósk Steinarsdóttir skoraði átta mörk fyrir FH og Hildur Guðjónsdóttir sjö.

mbl.is