Haukar héldu sínu striki

Adam Haukur Baumruk leitar að glufu á vörn Aftureldingar á …
Adam Haukur Baumruk leitar að glufu á vörn Aftureldingar á Ásvöllum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

Topplið Olís-deildar karla í handknattleik, Haukar í Hafnarfirði, hélt sínu striki og vann Aftureldingu með átta marka mun 33:25 á Ásvöllum í kvöld. 

Haukar höfðu náð þessu forskoti að loknum fyrri hálfleik og héldu sjó í síðari hálfleik. Afturelding minnkaði muninn niður í fimm mörk snemma í síðari hálfleik en tókst ekki að hleypa spennu í leikinn. 

Haukar eru með sjö stiga forskot á FH sem er í 2. sæti en FH-ingar eiga leik til góða. Afturelding er í 7. sæti með 19 stig. 

Geir Guðmundsson skoraði mest fyrir Hauka eða 7 mörk og Halldór Ingi Jónasson skoraði 5 mörk. Markverði Hauka vörðu samtals átta skot en markverðir Aftureldingar vörðu samtals sex skot. 

Blær Hinriksson var markahæstur hjá Aftureldingu með 13 mörk og var með frábæra skotnýtingu en Blær skaut fimmtán sinnum á markið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert