Sæti í úrvalsdeild blasir við HK

Arnar Gauti Grettisson var markahæstur hjá Víkingi í kvöld með …
Arnar Gauti Grettisson var markahæstur hjá Víkingi í kvöld með 6 mörk. mbl.is/Hari

Sæti í úrvalsdeild karla í handknattleik á næsta keppnistímabili virðist blasa við HK þegar einni umferð er ólokið í Grill66-deild karla, næstefstu deild.

HK og Víkingur eru jöfn í efsta sæti eins og sjá má á stigatöflunni hér á mbl.is en HK er með betri árangur í innbyrðis viðureignum. Liðið sem hafnar í efsta sæti fer beint upp en næstu fjögur fara í umspil.

HK vann í kvöld Hauka U 27:20 og dugir sigur gegn neðsta liði deildarinnar Fram U í lokaumferðinni. Ungmennalið Fram er sýnd veiði en ekki gefin en liðið tók sig til í kvöld og vann sinn fyrsta leik í vetur. Fram U heimsótti Vængi Júpíters og hafði betur 26:24. 

Víkingur vann Kríu 26:19 og á því enn von um að ná efsta sætinu. Fjölnir vann Hörð fyrir vestan 35:29 og ungmennalið Selfoss og Vals gerðu jafntefli á Selfossi 25:25. 

Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 7 mörk.
Hjörtur Ingi Halldórsson var markahæstur hjá HK með 7 mörk. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert