Galopin úrslitarimma

Anton Rúnarsson sækir að Heimi Óla Heimissyni í gærkvöldi.
Anton Rúnarsson sækir að Heimi Óla Heimissyni í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Íþróttaunnendur gætu átt von á góðu á föstudaginn þegar úrslitin ráðast á Íslandsmóti karla í handknattleik. Valur er með þriggja marka forskot eftir fyrri úrslitaleik Vals og Hauka á Hlíðarenda í gærkvöldi. Sé mið tekið af leiknum í gær gæti fjörugur leikur verið í vændum á föstudag.

Leikurinn í gær var mjög hraður og ljómandi góð skemmtun en Valur sigraði 32:29. Verður áhugavert að sjá hvort hið sama verði uppi á teningnum í síðari leiknum en leikmenn liðanna fá tvo daga til að jafna sig á milli leikjanna.

Þrátt fyrir að samkomutakmarkanir séu enn í gildi tókst stuðningsmönnum liðanna að mynda góða stemningu á leiknum og létu vel í sér heyra. Andrúmsloftið í úrslitakeppninni er kærkomið fyrir leikmenn eftir rólegan vetur þar sem veiran setti svip sinn á mótshaldið. Svo ekki sé talað um þá staðreynd að ekkert varð úr úrslitakeppninni í fyrra vegna heimsfaraldursins.

Sjáðu umfjöllunina um leikinn í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »