Ísland hársbreidd frá undanúrslitum

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir sækir að pólska markinu í dag.
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir sækir að pólska markinu í dag. Ljósmynd/EHF

Íslenska kvennalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri var hársbreidd frá því að komast í undanúrslit í B-deild Evrópumótsins í dag eftir 24:24-jafntefli við Pólland í Skopje.

Ísland þurfti að vinna það pólska en allt kom fyrir ekki, þrátt fyrir að Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hafi komið íslenska liðinu í 24:23 þegar skammt var eftir. Pólland átti lokaorðið og tryggði sér jafntefli.

Jóhanna Margrét var markahæst í íslenska liðinu með átta mörk, Elín Rósa Magnúsdóttir skoraði fjögur og þær Bríet Ómarsdóttir, Rakel Sara Elvarsdóttir og Sara Katrín Gunnarsdóttir skoruðu þrjú mörk hver.

Ísland mætir Kósóvó eða Norður-Makedóníu í keppni um 5.-8. sæti. Vinnist þá leikur leikur Íslands um 5. sæti, en annars um 7. sæti í lokaleik sínum á mótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert