Ein íslensk í liði mótsins

Rakel Sara Elvarsdóttir átti gott mót.
Rakel Sara Elvarsdóttir átti gott mót. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Rakel Sara Elvarsdóttir, handknattleikskona hjá KA/Þór, var valin í úrvalslið B-deildar Evrópumóts U19 ára sem lauk í gær í Skopje. Íslenska liðið hafnaði í fimmta sæti mótsins eftir sigur á Norður-Makedóníu í gær.

Í leikjunum fimm sem Ísland lék var Rakel í tvígang valin besti leikmaður íslenska liðsins. Rakel skoraði 30 mörk á mótinu en Jóhanna Margrét Sigurðardóttir varð markahæst í íslenska liðinu með 31 mark.

Eins og áður segir lék Ísland fimm leiki á mótinu, vann þrjá, gerði eitt jafntefli og tapaði aðeins einum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert