FH og KA/Þór komust áfram

Martha Hermannsdóttir hirðir boltann í leiknum í kvöld en hún …
Martha Hermannsdóttir hirðir boltann í leiknum í kvöld en hún var markahæst á vellinum. mbl.is/Unnur Karen

FH, KA/Þór, Fram og Valur leika í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna í handknattleik fyrir árið 2021. 

Íslandsmeistararnir í KA/Þór unnu Stjörnuna 23:28 í Garðabænum í 8-liða úrslitunum í kvöld. KA/Þór á því enn möguleika á að vinna tvöfalt, strangt til tekið, en bikarkeppninni síðasta vetur var frestað fram á haustið vegna heimsfaraldursins. 

Martha Hermannsdóttir skoraði 8 mörk fyrir KA/Þór en Eva Björk Davíðsdóttir skoraði 6 mörk fyrir Stjörnuna. 

FH heimsótti Víking í Fossvoginn í 8-liða úrslitum og vann 24:17. Hildur Guðjónsdóttir var markahæst hjá FH með 6 mörk en Arna Þyrí Ólafsdóttir skoraði 8 mörk fyrir Víking. 

mbl.is