Lið Aðalsteins virðist óstöðvandi

Aðalsteinn Eyjólfsson ræðir við sína menn í Kadetten.
Aðalsteinn Eyjólfsson ræðir við sína menn í Kadetten. Ljósmynd/Kadetten

Kadetten Schaffhausen hefur ekki tapað deildarleik á keppnistímabilinu í efstu deild karla í svissneska handboltanum. 

Kadetten er undir stjórn Aðalsteins Eyjólfssonar og vann í dag St. Otmar/St. Gallen 25:18 á heimavelli. 

Var það áttundi leikur Kadetten í deildinni og hafa þeir allir unnist. Liðið er því með 16 stig og 61 mark í plús. 

Kadetten komst einnig í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með því að slá út spænska liðið Granollers en keppni í riðlinum er ekki hafin. 

mbl.is