Viggó í stóru hlutverki

Viggó Kristjánsson kom að 11 mörkum Stuttgart í kvöld.
Viggó Kristjánsson kom að 11 mörkum Stuttgart í kvöld. mbl.is/Kristinn Magnússon

Viggó Kristjánsson landsliðsmaður í handknattleik var í stóru hlutverki hjá Stuttgart í kvöld þegar lið hans vann Minden 35:31 í þýsku 1. deildinni.

Viggó skoraði sex mörk fyrir Stuttgart í leiknum og átti auk þess fimm stoðsendingar. Andri Már Rúnarsson skoraði tvö marka liðsins sem fékk dýrmæt stig í botnbaráttunnni og lyfti sér upp um tvö sæti. Stuttgart er nú í 14. sæti af 18 liðum með 9 stig.

Leipzig vann öruggan sigur á Balingen, 31:24 en Daníel Ingason náði ekki að skora fyrir Balingen. Þá er Oddur Gretarsson ekki enn með liðinu vegna meiðsla. Balingen er næstneðst í deildinni með 6 stig.

mbl.is