Bjarni Ófeigur fer ekki í Evrópubikarinn

Ljósmynd/Skövde

Bjarni Ófeigur Valdimarsson og félagar hans í sænska handknattleiksliðinu IFK Skövde HK taka ekki þátt í Evrópubikarkeppninni þrátt fyrir að hafa unnið sér inn sæti.

Skövde lenti í öðru sæti í sænsku deildinni í vor eftir að hafa tapað fyrir Ystad í úrslitaeinvígi um titilinn. Annað sæti í sænsku deildinni gefur liði keppnisrétt í Evrópubikarkeppninni. 

Forráðarmenn Skövde segja að eftir kórónufaraldurinn sé liðið í fjárhagsörðuleikum og geti þess vegna ekki sent liðið í Evrópukeppni enda mikill kostnaður á því að senda lið í slíka keppni. 

Skövde tók þátt í keppninni í fyrra en fyrir það hafði liðið ekki tekið þátt síðan tímabilið 2005/2006 en datt út í þriðju umferð mótsins eftir tap á móti SKA Minsk frá Hvíta-Rússlandi. SAK Minsk hafði í umfeðinni á undan sigrað lið FH 37:29.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert