Lykilmaður KA missir af byrjun tímabilisins

Ólafur Gústafsson er lykilmaður í liði KA.
Ólafur Gústafsson er lykilmaður í liði KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ólafur Gústafsson, stórskytta í karlaliði KA í handknattleik, er á leið í aðgerð vegna ökklameiðsla sem hann glímir nú við.

Handbolti.is greinir frá og kveðst hafa heimildir fyrir.

Af þessum sökum gæti Ólafur verið frá í allt að þrjá mánuði, sem myndi þýða að hann missir af drjúgum hluta komandi tímabils

Reynist það svo yrði það mikil blóðtaka fyrir KA enda Ólafur algjör lykilmaður hjá liðinu bæði í vörn og sókn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert