Landsliðskonur í hörkuleikjum í Þýskalandi

Díana Dögg Magnúsdóttir í landsleik.
Díana Dögg Magnúsdóttir í landsleik. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Landsliðskonurnar Díana Dögg Magnúsdóttir og Sandra Erlingsdóttir komu talsvert við sögu með liðum sínum í efstu deild þýska handboltans í gær.

Díana er orðin fyrirliði hjá Sachsen Zwickau en lið hennar tapaði naumlega fyrir Bad Wildungen á útivelli, 29:28. Díana skoraði fimm mörk í leiknum. Zwickau hefur tapað tveimur fyrstu leikjum sínum á tímabilinu en liðið var nýliði í deildinni í fyrra og hélt sér þá naumlega uppi.

Sandra skoraði þrjú mörk fyrir Metzingen sem líka mátti þola naumt tapa á útivelli, 29:27 gegn Blomberg-Lippe. Sandra kom til Metzingen í sumar frá EH Aalborg í Danmörku. Lið hennar er með tvö stig eftir fyrstu tvær umferðirnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert