Lagði upp níu mörk í Meistaradeildinni

Ómar Ingi Magnússon lagði upp níu mörk.
Ómar Ingi Magnússon lagði upp níu mörk. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Ómar Ingi Magnússon skoraði minna en oft áður en Magdeburg vann sannfærandi 35:25-heimasigur á Zagreb í Meistaradeild Evrópu í handbolta.

Selfyssingurinn lét duga að skora tvö mörk að sinni, en hann gerði sér lítið fyrir og lagði upp átta mörk á liðsfélaga sína. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.

Magdeburg hefur farið vel af stað í Meistaradeildinni og er liðið með fjögur stig eftir tvo leiki og í toppsæti A-riðils. Bjarni Már Elísson og félagar í Veszprém eru einnig með fjögur stig.

Í B-riðli máttu pólsku meistararnir í Kielce þola 28:32-tap fyrir Barcelona á útivelli. Haukur Þrastarson komst ekki á blað hjá Kielce, en hann stal þó einum bolta.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert