Teitur á leið í Evrópudeildina

Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk fyrir Flensburg í Póllandi.
Teitur Örn Einarsson skoraði sex mörk fyrir Flensburg í Póllandi. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Teitur Örn Einarsson og samherjar hans í þýska liðinu Flensburg fara örugglega í riðlakeppni Evrópudeildarinnar í handknattleik eftir stórsigur á útivelli í fyrri leiknum gegn Kwidzyn í Póllandi í dag.

Teitur var einn þriggja markahæstu manna Flensburg í leiknum með sex mörk en lokatölur urðu 39:25. Seinni leikurinn í Þýskalandi er nánast formsatriði eftir þessi úrslit.

Sävehof, lið Tryggva Þórissonar, gerði jafntefli á heimavelli, 24:24, við Montpellier frá Frakklandi. Tryggvi skoraði ekki í leiknum.

Alpla Hard frá Austurríki, undir stjórn Hannesar Jóns Jónssonar, á góða möguleika á að komast í riðlakeppnina eftir sigur á heimavelli gegn Butel Skopje frá Norður-Makedóníu, 26:21.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert