Skiptir um félag í Svíþjóð

Jóhanna Margrét Sigurðardóttir
Jóhanna Margrét Sigurðardóttir Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Handknattleikskonan Jóhanna Margrét Sigurðardóttir hefur gengið í raðir Skara frá Önnered en bæði lið leika í efstu deild Svíþjóðar.  

Jóhanna gekk í raðir Önnered frá HK í sumar, en náði ekki að festa sig í sessi hjá félaginu og hefur því ákveðið að skipta yfir til Skara.

Samningur Jóhönnu við Skara er til tveggja ára og er hún þriðji Íslendingurinn sem semur við Skara á undanförnum mánuðum.

Ásdís Guðmundsdóttir og Aldís Ásta Heimisdóttir sömdu báðar við Skara í sumar, en þær komu frá KA/Þór á Akureyri.

mbl.is