Gaman að spila landsleik á heimavellinum

Elín Klara Þorkelsdóttir leikur með Haukum og var því á …
Elín Klara Þorkelsdóttir leikur með Haukum og var því á heimavelli á Ásvöllum. Ljósmynd/IHF

Mér fannst annars geggjuð stemming í stúkunni og við mættum með liðið klárt en náðum svo að sigla fram úr þeim eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Elín Klara Þorkelsdóttir, sem lék sinn þriðja landsleik þegar Ísland vann Ísrael 34:26 að Ásvöllum í dag þar fram fór fyrri leikur liðanna í forkeppni HM kvenna í handbolta.

Hún var sannarlega á heimavelli, ekki bara á Íslandi heldur líka í Hafnarfirði þar sem hún leikur með Haukum.  Svo fékk hún víti í lokin en tók það ekki sjálf svo hún fékk ekki að spreyta sig við að skora sitt fyrsta landsliðsmark á sínum velli.  

„Ég myndi segja að það sé svolítið þægilegt að spila landsleik hér á Ásvöllum. Ég var alveg tilbúin að koma inná.  Þetta er ógeðslega góð reynsla, flottar stelpur og mjög gaman af æfa þeim þar sem gæðin eru mikil en svo var alveg geggjað að fá nokkrar mínútur í dag.  Góð reynsla og gaman að spila landsleik, sérstaklega á heimavelli mínum – svolítið skrýtin tilfinning en samt gaman,“ sagði Elín Klara.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert