Við höfðum betri tök á leiknum

Sandra Erlingsdóttir sækir að marki Ísraela í leiknum í dag.
Sandra Erlingsdóttir sækir að marki Ísraela í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Mér fannst þetta bara fínt, það gekk allt svona þokkalega og margt gott en líka sumt sem við gátum gert betur,“ sagði Sandra Erlingsdóttir eftir 33:24 sigur á Ísrael þegar leikið var að Ásvöllum í forkeppni um að komast á HM kvenna í handbolta.

Fyrri leikurinn var á laugardeginum og lauk með 8 marka sigri Íslands en þar sem liðin þekktu lítið hvort á annað fór kvöldið líklega í að leita að veikleikum mótherja og hvað mátti gera betur.  „Mér fannst þær ísraelsku búnar að skoða okkar leik frá því á laugardaginn, voru búnar að finna út hverjir styrkleikar okkar voru en mér fannst við samt hafa betri tök á leiknum varnarlega og fyrir vikið náðum við að keyra hratt á þær en það var eitthvað stress í okkur.“

Með sigrinum er ljóst að Ísland spilar í forkeppninni um HM en ekki er ljóst hvaða lið Ísland mætir og Sandra var ekkert farin að spá í það. „Við einbeittum okkur algjörlega að þessum tveimur leikjum við Ísrael og vitum ekkert hvað gerist á næsta ári.  Við náðum tveimur leikjum við Færeyjar og svo tvo leiki núna auk þess að hópurinn hefur verið saman í tvær vikur og þetta frábær tími og frábært verkefni.  Það var gaman að sjá þessar ungu koma inná síðustu tíu mínúturnar og skoruðu allar, sem var mjög gaman.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert