Markahæstur í tólfta sigrinum í röð

Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í dag.
Sigvaldi Björn Guðjónsson átti góðan leik í dag. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Sigvaldi Björn Guðjónsson var á meðal markahæstu manna hjá Kolstad þegar liðið vann öruggan átta marka sigur gegn Bækkelaget í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik á heimavelli í dag.

Leiknum lauk með 31:23-sigri Kolstad en Sigvaldi Björn skoraði fjögur mörk í leiknum og Janus Daði Smárason skoraði tvö.

Kolstad er með 24 stg eða fullt hús stiga á toppi norsku úrvalsdeildarinnar eftir fyrstu tólf umferðirnar.

Þá skoraði Óskar Ólafsson eitt mark fyrir Drammen sem gerði 28:28-jafntefli á heimavelli gegn Fjellhammer en Drammen er í öðru sætinu með 19 stig.

mbl.is