Stjörnumenn upp í fjórða sætið

Hergeir Grímsson skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna.
Hergeir Grímsson skoraði fjögur mörk fyrir Stjörnuna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Stjarnan fór upp í fjórða sæti Olísdeildar karla í handbolta með 31:27-heimasigri á Gróttu í kvöld.

Stjörnumenn voru með forystu stærstan hluta fyrri hálfleiks, en gestirnir í Gróttu voru aldrei langt undan. Að lokum munaði aðeins einu marki í hálfleik, 15:14.

Svipað var uppi á teningnum í seinni hálfleik. Stjörnumenn voru með 2-3 marka forskot framan af og var staðan 22:20 þegar rúmar tíu mínútur voru eftir. Þá gáfu heimamenn í og unnu að lokum sanngjarnan sigur.

Mörk Stjörnunnar: Þórður Tandri Ágústsson 5, Starri Friðriksson 5, Hergeir Grímsson 4, Gunnar Steinn Jónsson 4, Björgvin Hólmgeirsson 3, Pétur Árni Hauksson 2, Hjálmtýr Alfreðsson 2, Aðalsteinn Örn Aðalsteinsson 2, Tandri Már Konráðsson 2, Jóhann Karl Reynisson , Ari Sverrir Magnússon 1.

Varin skot: Sigurður Dan Óskarsson 8, Adam Thorstensen 3.

Mörk Gróttu: Birgir Steinn Jónsson 8, Theis Søndergård 7, Hannes Grimm 3, Daníel Örn Griffin 2, Lúðvík Arnkelsson 2, Jakob Stefánsson 2, Andri Þór Helgason 2, Ari Pétur Eiríksson 1.

Varin skot: Einar Baldvin Baldvinsson 12.

mbl.is