Alveg ótrúlega sárt

Þórey Anna Ásgeirsdóttir fer inn úr horninu í leiknum í …
Þórey Anna Ásgeirsdóttir fer inn úr horninu í leiknum í dag. mbl.is/Óttar Geirsson

„Þetta er alveg ótrúlega sárt. Mér fannst við vera með leikinn í 40 mínútur, en svo einhvern veginn var stemningin með þeim og þær tóku þetta,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals en Valur þurfti að láta í minni pokann gegn ÍBV í bikarúrslitaleik kvenna í handbolta.

Stundum eflast lið við svona áfall

Það virtist vera að ÍBV hafi eflst við mótlætið þegar þær misstu sinn aðal markvörð af velli með rautt spjald.

„Já, stundum gerist það að lið eflast við svona áfall eins og gerðist hjá þeim í fyrri hálfleik.

Fannst þér vanta upp á viljann hjá ykkur í dag?

„Nei, við vorum mjög vel stemmdar fyrir leikinn og það er ekki hægt að skrifa þetta á það.“

Þórey Anna var frábær í leiknum og skoraði 11 mörk. Hún sagði það gera lítið fyrir sig í dag.

„Nei, bara ekki neitt. Við erum í öðru sæti,“ segir Þórey Anna Ásgeirsdóttir, leikmaður Vals.

mbl.is